Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   lau 22. febrúar 2025 10:44
Brynjar Ingi Erluson
Íris Una spilar með systur sinni í FH (Staðfest)
Íris og Katla spila saman hjá FH á komandi tímabili
Íris og Katla spila saman hjá FH á komandi tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
FH hefur fengið góðan styrk fyrir komandi tímabil en Íris Una Þórðardóttir er komin til félagsins frá Þrótti.

Á vef KSÍ kemur fram að Una sé komin með félagaskipti yfir í FH og gæti hún því spilað með liðinu gegn FHL í Lengjubikarnum í dag.

Íris, sem er 23 ára gömul, á að baki 148 leiki í deild- og bikar með Keflavík. Fylki, Selfoss og nú síðast Þrótti.

Þar að auki á hún 25 landsleiki fyrir yngri landsliðin og því gríðarlega öflug viðbót inn í hóp FH.

Á dögunum landaði FH systur Írisar, Kötlu Maríu, en hún kom frá sænska félaginu Örebro og gerði tveggja ára samning.

Íris spilar stöðu bakvarðar á meðan Katla getur spilað í vörninni og á miðju.
Athugasemdir
banner
banner