Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   lau 22. febrúar 2025 16:12
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Mikael lék allan leikinn - Chivu byrjar á frábærum sigri
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í efstu deild ítalska boltans, þar sem fallbaráttulið Venezia náði sér í gott stig á heimavelli gegn sterku liði Lazio.

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia og lék allan leikinn í markalausu jafntefli þar sem ríkti mikið jafnræði á vellinum. Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður.

Feneyingar eru aðeins komnir með 17 stig eftir 26 umferðir. Þeir eru sex stigum frá öruggu sæti í Serie A.

Parma vippaði sér þá upp úr fallsæti með 2-0 sigri gegn Bologna í fyrsta leik Christian Chivu við stjórnvölinn.

Heimamenn í Parma vörðust gríðarlega vel og nýttu færin sín gegn bitlausum gestum frá Bologna, þar sem Ange-Yoan Bonny og Simon Sohm skoruðu mörkin.

Þetta er sárt tap fyrir Bologna sem gat komist í Evrópusæti með sigri.

Kristófer Jónsson fékk að lokum að spila 40 mínútur í 1-0 sigri Triestina gegn Alcione Milano í C-deild ítalska boltans. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og er Triestina loksins komið úr fallsæti.

Venezia 0 - 0 Lazio

Parma 2 - 0 Bologna
1-0 Ange Bonny ('37 , víti)
2-0 Simon Sohm ('79 )

Triestina 1 - 0 Alcione Milano
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner