Það hefur lítið gengið upp hjá Chelsea undanfarið en liðið tapaði gegn Aston Villa í dag eftir að hafa komist yfir.
Liðið byrjaði tímabilið mjög vel og var í toppbaráttu en er fallið niður í 6. sæti deildarinnar. Enzo Maresca var að vonum ósáttur eftir leikinn.
Liðið byrjaði tímabilið mjög vel og var í toppbaráttu en er fallið niður í 6. sæti deildarinnar. Enzo Maresca var að vonum ósáttur eftir leikinn.
„Það er erfitt að taka þessu. Viðað við leikinn gegn Brighton þá var frammistaðan góð. Við erum á erfiðum tímum núna en við verðum að standa saman og reyna vinna leiki. Ég finn það á mér að við komumst aftur á flug um leið og við vinnum, þangað til verðum við að leggja hart að okkur til að ná í sigur sem fyrst," sagði Maresca.
Maresca hefur áhyggjur af markvarðarstöðunni. Filip Jörgensen er kominn í rammann eftir slæma frammistöðu Robert Sanchez en Jörgensen gerði slæm mistök þegar hann missti boltann í netið í seinna marki Aston Villa.
„Ég hef alltaf áhyggjur, jafnvel þótt við vinnum. Ég hafði áhyggjur og það er alveg ljóst núna. Vandamálið með markmenn er að staðan er mjög viðkvæm, það sjá það allir þegar þeir gera mistök. Því miður gerði markmaðurinn okkar mistök í dag. Núna þurfum við að stiðja hvorn annan og reyna vera sterkir," sagði Maresca.
Athugasemdir