Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   lau 22. febrúar 2025 22:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Potter ætlar að fá sér vínglas og hlusta á Taylor Swift
Mynd: EPA
West Ham vann frábæran sigur á Arsenal í úrvalsdeildinni í dag en þetta var aðeins annar sigur liðsins undir stjórn Graham Potter sem tók við liðinu í byrjun janúar.

Potter opinberaði það að hann væri mikill aðdáandi söngkonunnar Taylor Swift á dögunum en hann mun að öllum líkindum fagna sigrinum með því að hlusta á Taylor Swift.

„Ég mun líklega fá mér vínglas," sagði Potter aðspurður á fréttamannafundi hvernig hann ætlaði að fagna. Þá var hann spurður hvort hann ætli að hlusta á Taylor Swift: „Kannski," sagði Potter og brosti.

„Stórkostleg frammistaða, öguð og einlæg. Skoruðum gott mark og fengum fleiri færi og Arsenal fékk ekki mörg færi, heilt yfir er ég í skýjunum fyrir hönd leikmanna og stuðningsmanna. Mjög stór sigur og jákvæður dagur," sagði Potter um frammistöðu liðsins í dag.
Athugasemdir
banner
banner