William Gallas, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að spænski framherjinn Diego Costa muni ekki samþykkja það að ganga í raðir Arsenal út tímabilið.
Costa er 36 ára gamall og án félags en það hefur verið rætt síðustu daga að Arsenal gæti reynt að fá hann til að leysa framherjavandræði félagsins.
Kai Havertz og Gabriel Jesus eru báðir frá út tímabilið og þá er liðið einnig án Bukayo Saka og Gabriel Martinelli. Mikel Arteta hefur því verið að skoða leikmenn sem eru án félags og hefur nafn Costa komið nokkrum sinnum upp.
Gallas telur þó engar líkur á að Costa gangi í raðir Arsenal vegna tengla hans við Chelsea.
„Diego Costa er stór og mikill karakter sem getur verið góður fyrir hópinn þegar þú þarft að koma andrúmsloftinu í lag. Hins vegar sé ég alveg fyrir mér að hann lendi í áflogum við Mikel Arteta. Hann passar ekki inn í það andrúmsloft sem sem er hjá Arsenal og gæti þetta endað illa. Ég held einnig að stuðningsmenn Chelsea yrðu niðurbrotnir og held ég því að hann muni hafna því að fara til Arsenal vegna sögu hans hjá Chelsea og hvernig stuðningsmenn þeirra myndu bregðast við,“ sagði Gallas við Slingo.
Costa skoraði 52 deildarmörk með Chelsea og gerði þá eitt mark fyrir Wolves tímabilið 2022-2023, en yfirgaf félagið eftir að samningur hans rann út eftir tímabilið.
Athugasemdir