Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   lau 22. febrúar 2025 14:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu atvikið: Átti Young að fá víti undir lokin?
Mynd: EPA
Í uppbótartíma í leik Everton og Manchester United vildi Everton fá vítaspyrnu. Andrew Madley, dómari leiksins, benti á vítapunktinn en honum var bent á að skoða atviið betur og eftir skoðun í VAR skjánum tók hann ákvörðun sína til baka.

Ashley Young, fyrrum leikmaður United, fór niður í vítateig United eftir glímu við þá Matthijs de Ligt og Harry Maguire.

Í endursýningu sást að De Ligt togaði í treyju Young og Maguire greip í hann.

Eftir að hafa séð atvikið úr nokkrum sjónarhornum mat Madley að þetta væri ekki nógu mikið til að dæma vítaspyrnu.

Lokatölur leiksins urðu 2-2 en Everton var betra liðið framan af leik en United vaknaði á kafla í seinni hálfleiknum og náði að jafna leikinn.

Hér er ítarlegri endursýning á atvikinu


Athugasemdir
banner
banner
banner