Kosta Runjaic, þjálfari Udinese á Ítalíu, hefur tjáð sig um rifrildið sem átti sér stað í 1-0 sigri liðsins á Lecce í Seríu A í gær.
Udinese fékk vítaspyrnu eftir hálftímaleik og átti franski leikmaðurinn Florian Thauvin að fara á punktinn, en Lorenzo Lucca tók boltann og neitaði að skila honum.
Eftir langt rifrildi fór það svo að Lucca tók vítið og skoraði sigurmarkið. Liðsfélagar hans fögnuðu ekki með honum og var Lucca skipt af velli skömmu síðar.
„Thauvin er aðalskyttan hjá okkur. Ég sá umræður sem tók alltof langan tíma og Lucca tók þessa ákvörðun upp á eigið einsdæmi. Það er ástæðan fyrir því að ég tók hann af velli. Hann skoraði fallegt vítaspyrnumark og við erum ánægðir. Það er það mikilvægasta.“
„Ég held að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem tveir leikmenn rífast um vítaspyrnu. Mitt sjónarhorn af þessu er að við þurfum að leysa þessi mál innanbúðar. Við munum hafa tíma til þess í vikunni og ræða það. Þetta var ákveðið augnablik og ég tók ákvörðun. Ég er ekki hrifinn af fólki sem virðir ekki reglurnar. Það er í raun engin stórkostleg saga á bak við það,“ sagði Runjaic.
Sto piangendo ma che cazzo fa Luccapic.twitter.com/hrOS5mPGUW
— Tomoriano (@tomorienjoyer_) February 21, 2025
Athugasemdir