Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester, segir það eina í stöðunni fyrir liðið að komast yfir 4-0 tapið gegn Brentford og horfa fram veginn.
Leicester hefur tapað síðustu sex heimaleikjum sínum án þess að skora mark og var nýtt met sett eftir tapið í gær.
Nýliðarnir eru í bullandi veseni í fallbaráttunni en Van Nistelrooy hefur áfram trú.
„Það var alltof mikill munur á getustigi okkar og Brentford eftir fyrstu 10-15 mínútur leiksins. Þeir voru flottir, en það verður að viðurkennast að við erum langt frá þeim stað sem þeir eru á.“
„Við byrjuðum á jákvæðum nótum og áttum nokkrar góðar sóknir og spiluðum góða pressu, en Brentford voru banvænir. Staðan var held ég 3-0 í hálfleik og við töluðum um að fara ú tá völlinn og reyna að sýna alla vega eitthvað. Okkur fannst bara svakalegur munur á getustiginu.“
„Auðvitað höldum við áfram að berjast en við verðum að leggja okkur alla fram og nýta alla okkar krafta. Við getum ekki bara barist, það eitt og sér kemur þér ekki neitt. Maður þarf einnig gæði á vellinum á réttu augnablikunum.“
„Við verðum að jafna okkur á þessu og sem þjálfari verður þú að taka ábyrgðina. Síðan þurfum við hvíld og mæta aftur með nýja orku til þess að lyfta okkur á næsta plan.“
„Á morgun er nýr dagur og við byrjum aftur frá grunni. Þetta byrjar á þér sjálfum, líta í spegil, ná endurheimt og horfa síðan fram veginn sem heild,“ sagði Van Nistelrooy.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 26 | 18 | 7 | 1 | 62 | 26 | +36 | 61 |
2 | Arsenal | 26 | 15 | 8 | 3 | 51 | 23 | +28 | 53 |
3 | Nott. Forest | 25 | 14 | 5 | 6 | 41 | 29 | +12 | 47 |
4 | Man City | 25 | 13 | 5 | 7 | 52 | 35 | +17 | 44 |
5 | Bournemouth | 26 | 12 | 7 | 7 | 44 | 30 | +14 | 43 |
6 | Chelsea | 25 | 12 | 7 | 6 | 47 | 34 | +13 | 43 |
7 | Newcastle | 25 | 12 | 5 | 8 | 42 | 33 | +9 | 41 |
8 | Brighton | 26 | 10 | 10 | 6 | 42 | 38 | +4 | 40 |
9 | Fulham | 26 | 10 | 9 | 7 | 38 | 35 | +3 | 39 |
10 | Aston Villa | 26 | 10 | 9 | 7 | 37 | 40 | -3 | 39 |
11 | Brentford | 26 | 11 | 4 | 11 | 47 | 42 | +5 | 37 |
12 | Tottenham | 26 | 10 | 3 | 13 | 53 | 38 | +15 | 33 |
13 | Crystal Palace | 26 | 8 | 9 | 9 | 31 | 32 | -1 | 33 |
14 | Everton | 26 | 7 | 10 | 9 | 29 | 33 | -4 | 31 |
15 | Man Utd | 26 | 8 | 6 | 12 | 30 | 37 | -7 | 30 |
16 | West Ham | 26 | 8 | 6 | 12 | 30 | 47 | -17 | 30 |
17 | Wolves | 26 | 6 | 4 | 16 | 36 | 54 | -18 | 22 |
18 | Ipswich Town | 26 | 3 | 8 | 15 | 24 | 54 | -30 | 17 |
19 | Leicester | 26 | 4 | 5 | 17 | 25 | 59 | -34 | 17 |
20 | Southampton | 26 | 2 | 3 | 21 | 19 | 61 | -42 | 9 |
Athugasemdir