Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur lánað brasilíska miðvörðinn Luizao til pólska félagsins Pogon Szczecin.
Luizao er 22 ára gamall og verið á mála hjá West Ham síðustu tvö árin.
Hann kom frá Sao Paulo í heimalandinu en ekki tekist að vinna sig inn í hópinn hjá West Ham.
Miðvörðurinn hefur af og til fengið að æfa með aðalliðinu, en þó aðallega verið notaður í varaliðinu.
Hann er nú mættur á láni til Pogon Szczecin á láni fram að sumri.
Szczecin er í fimmta sæti pólsku deildarinnar með 36 stig, sjö stigum frá toppnum.
Athugasemdir