Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 22. mars 2017 11:22
Elvar Geir Magnússon
Rúrik: Ég og Aron búnir að færa rúmin saman
Icelandair
Sameinaðir á ný!
Sameinaðir á ný!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason er loks kominn aftur í íslenska landsliðshópinn en hann hefur ekki spilað fyrir þjóðina síðan í 2-1 sigri gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í júní 2015.

„Það er helvíti næs (að vera mættur aftur), ég verð að segja alveg eins og er. Biðin hefur verið löng, ég hef staðið í meiðslum og litlum spilatíma í kjölfarið. Það var kannski ekki ástæða fyrir Heimi að velja mig fyrr en núna en ég er mjög glaður," sagði Rúrik við Fótbolta.net á æfingu í Parma í morgun.

Rúrik hefur verið að spila sem fremsti maður hjá liði sínu, Nurnberg í þýsku B-deildinni. Hjá landsliðinu hefur hann verið að spila kant en báðir byrjunarliðs-kantmenn Íslands, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson, eru meiddir.

„Ég vona auðvitað að ég byrji (gegn Kosóvó), ég hef alltaf borið virðingu fyrir ákvörðun þjálfarana. Sjáum hvað gerist, ég er klár ef kallið kemur."

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur endurheimt herbergisfélaga sinn til baka en hann og Rúrik hafa verið saman í herbergi í gegnum árin.

„Hann hefur verið einn allan þennan tíma sem ég var ekki. Hann var ekki síður glaður að fá mig til baka. Rúmin eru komin saman og allt klárt. Þetta er virkilega kósi, hann er notalegur," sagði Rúrik við Fótbolta.net.

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Rúrik nánar um stöðu sína í Þýskalandi og andstæðingana í Kosóvó.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner