Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. mars 2020 11:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Skúli velur úrvalslið Pepsi Max
Mynd frá 2015.
Mynd frá 2015.
Mynd: Úr einkasafni
Andri Rafn Yeoman er í sexunni.
Andri Rafn Yeoman er í sexunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Örn Atlason
Davíð Örn Atlason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net leitaði um helgina til Jóhanns Skúla Jónssonar til að velja úrvalslið Pepsi Max-deildarinnar.

Jói Skúli er umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Draumaliðið þar sem hann hefur rætt við einstaklinga og fengið þá til að gera upp ferilinn og velja draumalið leikmanna sem þeir hafa leikið með. Meðal viðmælenda má nefna Guðmund Benediktsson, Kristján Óla Sigurðsson og nú síðast Jón Kára Eldon.

Hlaðvarpið Draumaliðið má nálgast með því að smella hér.

Jói Skúli er annar aðilinn sem Fótbolti.net fær til þess að velja úrvalslið efstu deildar en Hrafnkell Freyr Ágústsson valdi sitt lið fyrir helgi. Reglurnar eru einfaldar, markmiðið er að velja besta lið efstu deildar.

Liðið má sjá hér að neðan og rökstyður hann val sitt vel. Textinn hér að neðan er texti veljanda.

Leikkerfi: 3-6-1.

Ég ætla að nota þetta leikkerfi eingöngu til þess að koma öllum mönnunum sem ég vildi koma inn í liðið. Ég átta mig á því að jafnvægi liðsins væri kannski ekki fullkomið og mér er eiginlega sama þó að einhverjir henti ekki inn í þetta leikkerfi. Þetta lið væri einfaldlega besta liðið í Pepsi Max deildinni. Ég þarf ekkert að rökstyðja neitt af þessu þannig séð en ég geri það bara þar sem mér finnst það eiga mjög vel við.

GK: Hannes Þór Halldórson

Ég held að Hannes muni græða mest á þjálfaraskiptunum hjá Val. Heimir er ekkert að fara að láta hann stjórna neinu spili og bara láta hann verja, þar er hann bestur í deildinni.

Hægra megin í þriggja manna línu: Davíð Örn Atlason - Ég ætla ekki að segja vanmetnasti leikmaður deildarinnar því það efast enginn um að hann sé góður en hann gleymist alltof oft í umræðunni. Er aldrei slakur þegar ég sé hann spila, sókn og vörn. Gleymist líka að hann og King Hermann Árna gáfu mér breikið í fjölmiðlum, sáu potential í mér þegar þeir voru með þáttinn Gatorade á ÁttanFM.

DC: Eiður Aron Sigurbjörnsson - Að mínu mati ennþá besti hafsent deildarinnar á öllum sviðum. Off í fyrra en hann hefur unnið sér eins mikið fyrir því að menn líti á það sem one off á þessum tímapunkti að það hálfa væri meira en nóg.

Vinstra megin í þriggja manna línu: Kristinn Jónsson – næsti maður í þessa stöðu var Bjarni Rögnvaldsson úr Gróttu og jafnframt einn slakasti fantasy spilari þjóðarinnar.

Sexa: Andri Rafn Yeoman – Mér fannst þetta eiginlega erfiðasta valið, bæði Alex Þór Hauksson og Palli Didda komu líka sterklega til greina en Andri Rafn Yeoman vinnur með pabba mínum og það ýtti honum aðeins yfir línuna hér ofan á massamikið quality.

Tvær 8ur: Pálmi Rafn Pálmason og Hilmar Árni Halldórsson.

Tía: Hallgrímur Mar Steingrímsson.

Vinstri kantur: Óskar Örn Hauksson.

Hægri kantur: Andri Adolphsson – Algjörlega geggjaður. Hann er hins vegar vanmetnasti leikmaður deildarinnar. Ég hef verið að leiða vegferð við að koma gæðunum hans í daglegt tal og ég held að núna sé komið að sumrinu þar sem hann algjörlega tekur yfir þetta.

Nía: Patrick Pedersen – Thomas Mikkelsen og Kristján Flóki komu upp í hugann en voru samt aldrei á leiðinni inn í liðið því miður.

Ég legg upp úr góðri stemningu í valinu á bekknum:

Francisco Marmolejo - Halldór Smári Sigurðsson - Luigi Tómasson - Arnar Sveinn Geirsson - Arnþór Ingi Kristinsson - Sigurvin Reynisson - Björgvin Stefánsson.

Ég treysti Óskari Hrafni Þorvaldssyni auðvitað best til að þjálfa þetta lið. Hann myndi sennilega fá Basta með sér sem aðstoðarmann og þetta lið tæki tvennuna þegar mótið klárast í desember.

Önnur úrvalslið:
Hrafnkell Freyr velur úrvalslið Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner