Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 22. mars 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkur kandídat í að verða best í deildinni
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var sett pressa á Elín Mettu Jensen, sóknarmann Vals og íslenska landsliðsins, í nýjasta þætti Heimavallarins.

Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ótímabærri spá Heimavallarins.

Til þess að Valur verði Íslandsmeistari þá þarf Elín Metta að eiga gott tímabil en hún skoraði 13 mörk í 16 leikjum á síðustu leiktíð þegar Valur endaði í öðru sæti. Árið áður skoraði hún 16 mörk í 18 leikjum er Valur varð Íslandsmeistari.

„Fyrir mér er Elín Metta langbesti senterinn í þessari deild," sagði Mist Rúnarsdóttir.

„Svo maður hendi smá pressu á hana; hún er sterkur kandídat í að verða best í deildinni eins og þegar þær urðu Íslandsmeistarar 2019."

Hvað getur Elín skorað mörg mörk í deildinni í sumar?

„Hún getur alveg skorað yfir 20 mörk ef allt gengur upp. Svo gætu þau líka verið 15 og það verði fínt. Liðið er mjög vel drillað," sagði Mist en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig:
Þær mikilvægustu og leikmenn til að fylgjast með
Heimavöllurinn: Ótímabær spá fyrir Pepsi Max 2021
Athugasemdir
banner