Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   þri 22. mars 2022 17:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Axel Óskar yfirgefur Riga og er á leið til Norðurlandanna
Mynd: Riga
Axel Óskar Andrésson hefur fengið samningi sínum við Riga FC rift samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Axel gekk í raðir lettneska félagsins fyrir tímabilið 2021 en fer nú á vit nýrra ævintýra.

Axel byrjaði síðasta tímabil virkilega vel en meiðsli settu svo stórt strik í reikninginn. Þjóðverjinn Thorsten Fink tók við liði Riga eftir síðasta tímabil og sá ekki fyrir sér að nýta Axel í stóru hlutverki.

Ólafur Garðarson, umboðsmaður Axels, staðfestir tíðindin í samtali við Fótbolta.net og segir að hann sé á leið til Norðurlandanna.

„Það eru ekki margir gluggar opnir núna og því er valið á milli Noregs og Svíþjóðar. Það eru nokkur lið sem hafa áhuga," sagði Ólafur.

Axel er 24 ára varnarmaður og er nánari tíðinda að vænta frá honum á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner