Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 22. mars 2023 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arthur er heill heilsu - Verður ekki áfram hjá Liverpool
Mynd: Liverpool

Arthur Melo verður ekki áfram hjá Liverpool en hann mun snúa aftur til Juventus þegar lánssamningi hans lýkur í sumar.


Arthur gekk til liðs við Liverpool í sumar en hann hefur aðeins komið við sögu í einum leik með aðalliðinu. Hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla.

Umboðsmaðurinn hans staðfesti að hann yrði væntanlega ekki áfram hjá Liverpool en Fabrizio Romano greinir frá því að Liverpool muni ekki nýta forkaupsréttinn.

„Hann hefur verið óheppinn með meiðsli, hann er kominn aftur núna en ég held að hann muni snúa aftur til Juventus í júlí," sagði umboðsmaðurinn hans.


Athugasemdir
banner
banner