Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 22. mars 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keppinautur Elíasar gæti fengið bann fyrir orð sín um dómara
Lössl í leik með Midtjylland.
Lössl í leik með Midtjylland.
Mynd: EPA
Danski markvörðurinn Jonas Lössl er mögulega á leið í leikbann í dönsku úrvalsdeildinni eftir ummæli sem hann lét falla um dómara eftir leik gegn Silkeborg á dögunum.

Leikurinn endaði 3-3 en Lössl var virkilega ósáttur við að síðasta mark Silkeborg hafi fengið að standa. Leikmenn Midtjylland voru þá ósáttir við að mark hafi verið tekið af þeim í uppbótartímanum.

Eftir leik sagði Lössl: „Hann missti algjörlega tökin á leiknum. Hann var með mikið af vitlausum dómum og mér fannst hann klárlega dæma gegn okkur."

Danska fótboltasambandið er með málið á borði sínu og gæti Lössl því verið á leið í leikbann.

Það væru góðar fréttir fyrir Elías Rafn Ólafsson, landsliðsmarkvörð Íslands, sem hefur þurft að gera sér það að góðu að vera varamarkvörður fyrir Lössl á tímabilinu. Elías gæti þá fengið tækifæri til að sanna sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner