„„Mér fannst fyrri hálfleikur mjög góður. Við byrjuðum mjög vel komumst 2-0 yfir svo eðlilega föllum aðeins og gefum þeim svolítið mikið pláss og það er súrt að fá svona tvö aula mörk á sig en ég er stoltur af strákunum, góður árangur." sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis eftir 2-3 tapið gegn Val í úrslitum A deildar Lengjubikar karla.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 3 Valur
„Það getur alveg verið einhver þreyta í mönnum. Við ákváðum að skipta ekki mörgum inná á meðan Valur skiptir sex mönnum held ég og auðvitað verður aðeins meiri orka hjá þeim í lokin og þegar þú fellur til baka og ert mikið í vörn þá verður þetta alltaf erfiðara og erfiðara og því fór sem fór."
Fylkir leikur í Lengjudeildinni á komandi tímabili og fyrsti leikur er í byrjun Mai. Hvernig ætlar Árni að undirbúa sitt lið sem berst fyrir átök sumarsins?
„Ég held nú að það séu meira en fjórar vikur en við erujm að fara til Tenerife á morgun í æfiingaferð og svo eigum við bikarleik um leið og við komum heim og þá er sirka mánuður í mót, svo þurfum við bara að vera ferskir, spila einhverja æfingaleiki og vera klárir þegar fyrstu leikur er."
Athugasemdir