
Sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson segist hafa notið þess í botn að vera fyrirliði Íslands í fyrsta sinn og er fullur tilhlökkunar fyrir því að leiða liðið aftur á morgun.
„Frábær tilfinning og mikið stolt. Manni leið vel inni á vellinum, þetta hafði ekki mikil áhrif og ég reyni að vera ég sjálfur. Það er mikil virðing og stolt og ég er spenntur fyrir því að gera þetta aftur á morgun," sagði Orri á fréttamannafundi þegar hann var spurður út í tilfinninguna að bera bandið.
„Frábær tilfinning og mikið stolt. Manni leið vel inni á vellinum, þetta hafði ekki mikil áhrif og ég reyni að vera ég sjálfur. Það er mikil virðing og stolt og ég er spenntur fyrir því að gera þetta aftur á morgun," sagði Orri á fréttamannafundi þegar hann var spurður út í tilfinninguna að bera bandið.
Orri tjáði sig um markið sem hann skoraði í Kósovó og hversu góð tenging er milli hans og Ísaks Bergmanns sem átti sendinguna.
„Þetta var frábært mark sem við skoruðum, náðum að tengja saman góðan spilkafla. Svo er gömul tenging milli mín og Ísaks frá FCK þar sem ég þarf ekki einu sinni að kalla á boltann. Hann veit að ég er að taka þetta hlaup."
Kósovó vann 2-1 sigur í fyrri leiknum, hvernig er Orri að búast við því að Kósóvar mæti íslenska liðinu á morgun?
„Ég býst ekki við miklum breytingum. Ég held að þeir verði aggressífir og taki vel á okkur. Við þurfum að vera klárir í það. Ég held að þeir leggist ekkert í skotgrafarnir. Þetta verður góður leikur milli tveggja liða sem vilja vinna," segir Orri Steinn Óskarsson.
Athugasemdir