Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fös 21. mars 2025 09:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Orri Steinn: Þetta var besta stund lífs míns
Icelandair
Labbar inn á völlinn í fyrsta sinn sem fyrirliði landsliðsins.
Labbar inn á völlinn í fyrsta sinn sem fyrirliði landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson leiddi íslenska landsliðið út á völl í fyrsta sinn í gær en hann tók við fyrirliðabandinu fyrir leikina gegn Kósovó. Orri er tvítugur framherji sem kom inn í landsliðshópinn árið 2023 og nýr landsliðsþjálfari, Arnar Gunnlaugsson, valdi hann sem fyrirliða landsliðsins.

Orri skoraði eina mark Íslands í 2-1 tapi í Pristina í gær. Orri jafnaði leikinn í 1-1 eftir glæsilega stungusendingu frá Ísaki Bergmanni Jóhannessyni. Orir fór framhjá Arijanet Muric í marki Kósovó og skoraði með skoti í autt markið. Orri hefur nú skorað sex mörk í fimmtán landsleikjum.

Hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn í gær.

Lestu um leikinn: Kósovó 2 -  1 Ísland

„Þetta var stund lífs míns, það er ekki hægt að neita því. Ég hef aldrei fundið fyrir jafn yfirmþyrmandi tilfinningu í lífi mínu og ég mun ekki gleyma þessu," sagði Orri Steinn við Aron Guðmundsson.

Ísland mætir Kósovó í Murcia á Spáni á sunnudag. Ísland þarf að vinna þann leik til að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Athugasemdir
banner