Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. apríl 2021 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Snær svarar fyrir sig: Ég kýli aldrei leikmann KR
Ísak í leik gegn KR á síðustu leiktíð.
Ísak í leik gegn KR á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikill hiti í æfingaleik KR og ÍA sem fram fór í dag. KR vann leikinn sem var flautaður af á 75. mínútu.

Þetta eru gamlir erkifjendur og var mönnum heitt í hamsi á meðan leiknum í dag stóð.

Á 75. mínútu var leikurinn flautaður út af erjum á milli leikmanna. Mönnum var heitt í hamsi og Þórður Már Gylfason ákvað að flauta leikinn bara af.

Kristján Óli Sigurðsson úr Dr Football hlaðvarpinu segir frá því á Twitter að Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, hafi „misst hausinn" í leiknum.

„Kýlir Arnþór Inga, straujar vinstri bakvörðinn og segir svo við KR-inga “suck my dick” og grípur um tittlinginn á sér," skrifaði Kristján Óli.

Ísak segist ekki hafa kýlt leikmann KR.

„Ég kýli aldrei leikmann KR, hann ætlaði að keyra inn í mig vegna þess hann var eitthvað pirraður yfir einhverju sem gerðist áður. Ég hoppa fyrir aftan hann og reyni að ýta honum frá mér, ef ég fór í andlitið á honum þá var það ekki ætlunin," segir Ísak við Fótbolta.net.

„Það sem KR-ingar vilja meina að ég hafi straujað bakvörð þeirra var ekki málið, hann ætlaði að hlaupa í gegn fyrir aftan mig og það eina sem ég geri er að stíga til hliðar og láta hann hlaupa á mig svo hann komist ekki fyrir aftan mig. Mér hefur verið sagt að gera það síðan ég var 15 ára og aldrei hefur verið dæmt brot á það þegar ég geri það. Ef að leikmaðurinn meiddist eitthvað við það þá biðst ég bara afsökunar á því."

„Ég ætlaði bara að skokka í stöðuna mína og halda áfram með leikinn en þá koma tveir KR-ingar hlaupandi að mér og byrja að ýta í mig. Eina sem ég geri er að svara fyrir mig, ég leyfi ekki neinum að valta yfir mig. Einn af þeim sem kom hlaupandi að mér (ég veit ekki hvað hann heitir) baðst síðan afsökunar og við sættumst. Ég ber virðingu fyrir því," segir Ísak.

Hann segir að leikmenn hafi viljað halda áfram með leikinn en dómarinn var ekki á sama máli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner