Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 22. apríl 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Völsungur fær spænskan framherja (Staðfest)
Mynd: Völsungur
Völsungur tilkynnti fyrr í dag um komu spænsks framherja til félagsins. Mikel Abando Arana heitir hann og er kominn með leikheimild fyrir leik Völsungs gegn Dalvík/Reyni á morgun.

„Mikel er 27 ára og frá Bilbao en hann er mættur í rjómablíðuna á Húsavík!" segir í tilkynningu félagsins.

Hann kemur frá Guadalajara á Spáni en hefur einnig spilað þó nokkuð í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Leikurinn gegn Dalvík/Reyni er leikur í 2. umferð Mjólkurbikarsins og hefst hann klukkan 14:00. Spilað verður á Húsavík. Völsungur spilar í 2. deild í sumar.
Athugasemdir
banner