Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
„Leiðinduðum okkur upp um deild“
Mynd: Burnley
„Fólk hefur afskrifað okkur svo oft og sagt að við séum leiðinlegir. Við leiðinduðum okkur upp í ensku úrvalsdeildina," sagði Josh Brownhill, fyrirliði Burnley, kíminn eftir að liðið tryggði sæti sitt í deild þeirra bestu.

Burnley er að setja met yfir besta varnarlið í sögu Championship-deildarinnar en liðið hefur aðeins fengið 15 mörk á sig á þessu tímabili. Watford og Preston eiga metið en þau fengu á sig 30 mörk (2020/21 og 2005/06).

Þá hefur Burnley haldið marki sínu hreinu 29 sinnum og slegið met Wigan sem hélt hreinu í 27 leikjum í ensku C-deildinni 2017-18.

Tólf leikir Burnley hafa endað með markalausu jafntefli og 15 af 26 sigrum liðsins hafa verið með eins marks mun. Scott Parker stjóri liðsins hefur byggt lið sitt upp á traustri og stöðugri vörn.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 44 27 13 4 89 29 +60 94
2 Burnley 44 26 16 2 61 15 +46 94
3 Sheffield Utd 44 27 7 10 60 35 +25 86
4 Sunderland 44 21 13 10 58 41 +17 76
5 Bristol City 44 17 16 11 57 49 +8 67
6 Coventry 44 19 9 16 62 57 +5 66
7 Middlesbrough 44 18 9 17 64 54 +10 63
8 Millwall 44 17 12 15 45 46 -1 63
9 Blackburn 44 18 8 18 50 46 +4 62
10 West Brom 44 14 18 12 52 44 +8 60
11 Swansea 44 17 9 18 48 52 -4 60
12 Watford 44 16 8 20 51 58 -7 56
13 Sheff Wed 44 15 11 18 58 67 -9 56
14 Norwich 44 13 14 17 67 66 +1 53
15 QPR 44 13 14 17 52 58 -6 53
16 Portsmouth 44 14 10 20 56 69 -13 52
17 Stoke City 44 12 14 18 45 60 -15 50
18 Preston NE 44 10 19 15 45 55 -10 49
19 Oxford United 44 12 13 19 44 62 -18 49
20 Hull City 44 12 12 20 43 52 -9 48
21 Derby County 44 12 10 22 47 56 -9 46
22 Luton 44 12 10 22 41 64 -23 46
23 Cardiff City 44 9 16 19 46 69 -23 43
24 Plymouth 44 10 13 21 48 85 -37 43
Athugasemdir
banner
banner