Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. maí 2022 21:12
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir: Gundogan og Mane bestir í titilbaráttunni
Mynd: Heimasíða Man City
Mynd: Getty Images

Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni.


Manchester City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn með sögulegum endurkomusigri á Aston Villa. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2005 sem Man City vann deildarleik eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Ilkay Gündogan kom inn af bekknum og gjörbreytti leiknum og er því titlaður sem maður leiksins, með 9 í einkunn fyrir rúmlega 20 mínútur á vellinum. Miðjumaðurinn skoraði fyrsta og þriðja markið í snöggri endurkomu City.

Fernandinho var næstum því skúrkurinn í sínum síðasta leik fyrir félagið. Hann fer í sumar en gerði mistök sem leiddu til marks og fær aðeins 4 í einkunn í kveðjuleiknum.

Sadio Mane var þá bestur er Liverpool sigraði gegn Wolves. Sigurinn nægði ekki til að taka toppsætið af City og endar Liverpool tímabilið í öðru sæti, með 92 stig.

Liverpool lenti undir og gerði Ibrahima Konate mistök í aðdraganda marksins. Hann fær því aðeins 5 í einkunn frá Sky rétt eins og Joel Matip sem var með honum í hjarta varnarinnar.

Mane er eini leikmaður vallarins sem fær 8 í einkunn en Mohamed Salah sem kom inn af bekknum fær 7 fyrir sinn þátt.

Man City: Ederson (6), Stones (6), Fernandinho (4), Laporte (6), Cancelo (6), Rodri (7), De Bruyne (7), Bernardo (6), Mahrez (6), Jesus (6), Foden (7).
Varamenn: Zinchenko (8), Sterling (6), Gundogan (9).

Aston Villa: Olsen (6), Cash (7), Chambers (7), Mings (6), Digne (7), Luiz (6), McGinn (6), Buendia (6), Ramsey (7), Coutinho (7), Watkins (5).
Varamaður: Ings (6)

Liverpool: Alisson (7), Alexander-Arnold (7),Konate (5), Matip (5), Robertson (7), Thiago (7), Keita (6), Henderson (7), Diaz (7), Mane (8), Jota (6)
Varamenn: Milner (6), Salah (7), Firmino (6)

Wolves: Sa (6), Boly (7), Coady (7), Toti (6), Jonny (6), Moutinho (6), Dendoncker (6), Neves (6), Ait-Nouri (6), Neto (7), Jiminez (7)
Varamenn: Hwang (6), Ruddy (5)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner