Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 22. maí 2022 20:15
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Núna fengum við þetta allt saman frammistöðu og úrslitin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var gríðarlega sætt og mér fannst við vinna vel fyrir þessu. Auðvitað fékk FH sín færi og Sindri Kristinn hélt okkur vel inni í þeim færum en ég var virkilega ánægður með strákana. “
Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um tilfinninguna eftir 2-1 sigur Keflavíkur á FH í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 FH

Eftir hæga byrjun mótinu er vel að merkja kominn ögn betri taktur í leik Keflavíkur og leikur liðsins heldur að slípast til frá því sem var í upphafi móts. Um þróun liðsins sagði Sigurður.

„Við höfum verið að spila okkur vel saman í undanförnum fjórum fimm leikjum og ég held að þetta sé fimmti leikurinn í röð þar sem ég er ánægður með frammistöðuna, ekki alltaf með úrslitin en núna fengum við þetta allt saman, frammistöðu og úrslitin og vonandi byggjum við ofan á það í næstu leikjum.“

Framundan er bikarleikur í Keflavík þar sem andstæðingurinn er ekki sóttur langt en nágrannar Keflavíkur í Njarðvík koma í heimsókn á HS-Orkuvöllinn á mIðvikudaginn kemur.

„Ég er gríðarlega spenntur. Það verður gaman að mæta þeim og hörkuleikur pottþétt. Vonandi fjölmennir fólk af Suðurnesjum á völlinn. það ætti að vera fótboltaveisla og við hlökkum mikið til að mæta þeim en það verður erfiður leikur samt.“

Sagði Siggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner