Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   sun 22. maí 2022 20:15
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Núna fengum við þetta allt saman frammistöðu og úrslitin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var gríðarlega sætt og mér fannst við vinna vel fyrir þessu. Auðvitað fékk FH sín færi og Sindri Kristinn hélt okkur vel inni í þeim færum en ég var virkilega ánægður með strákana. “
Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um tilfinninguna eftir 2-1 sigur Keflavíkur á FH í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 FH

Eftir hæga byrjun mótinu er vel að merkja kominn ögn betri taktur í leik Keflavíkur og leikur liðsins heldur að slípast til frá því sem var í upphafi móts. Um þróun liðsins sagði Sigurður.

„Við höfum verið að spila okkur vel saman í undanförnum fjórum fimm leikjum og ég held að þetta sé fimmti leikurinn í röð þar sem ég er ánægður með frammistöðuna, ekki alltaf með úrslitin en núna fengum við þetta allt saman, frammistöðu og úrslitin og vonandi byggjum við ofan á það í næstu leikjum.“

Framundan er bikarleikur í Keflavík þar sem andstæðingurinn er ekki sóttur langt en nágrannar Keflavíkur í Njarðvík koma í heimsókn á HS-Orkuvöllinn á mIðvikudaginn kemur.

„Ég er gríðarlega spenntur. Það verður gaman að mæta þeim og hörkuleikur pottþétt. Vonandi fjölmennir fólk af Suðurnesjum á völlinn. það ætti að vera fótboltaveisla og við hlökkum mikið til að mæta þeim en það verður erfiður leikur samt.“

Sagði Siggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner