Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. maí 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Schmadtke mætir til Liverpool á næstu dögum
Jörg Schmadtke.
Jörg Schmadtke.
Mynd: Getty Images
Jörg Schmadtke mun á næstu dögum koma til Englands og skrifa undir samning við Liverpool.

Hann er að taka við starfi yfirmanns fótboltamála hjá félaginu.

Í sínu nýja starfi mun Schmadtke gegna lykilhlutverki í þeim gríðarlega mikilvæga félagaskiptaglugga sem framundan er hjá Liverpool.

Liverpool hefur verið í leit að manni í stað Julian Ward sem mun yfirgefa félagið eftir að tímabilinu lýkur.

Schmadtke var íþróttastjóri Wolfsburg í yfir fjögur ár en lét af störfum í febrúar. Hann er 59 ára og hefur gegnt svipuðum störfum fyrir Hannover og Köln en hefur ekki starfað utan Þýskalands.

Hann mun vinna náið með Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, í leikmannamálum félagsins. Áhugavert sumar er framundan hjá Liverpool þar sem liðið er að missa af Meistaradeildarsæti og mun líklega taka þátt í Evrópudeildinni á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner