Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   mið 22. júlí 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Sölvi snýr aftur úr banninu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen, miðvörður og fyrirliði Víkings, hefur lokið afplánun sinni á þriggja leikja banni og snýr aftur annað kvöld þegar leikið verður gegn Gróttu.

Víkingar náðu í sex stig úr þeim þremur leikjum sem liðið lék á meðan Sölvi var í banni og eru í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Sölvi fékk rautt í tapleik gegn KR en tveir aukaleikir bættust ofan á bannið þar sem hann sagði „Fokkaðu þér aumingi" og var ógnandi við fjórða dómarann þegar hann gekk af velli.

Hér að neðan má sjá hvaða leikir eru í áttundu umferð Pepsi Max-deildar karla.

miðvikudagur 22. júlí
18:00 FH-KA (Kaplakrikavöllur)
20:15 KR-Fjölnir (Meistaravellir)

fimmtudagur 23. júlí
18:00 ÍA-Stjarnan (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Grótta-Víkingur R. (Vivaldivöllurinn)
19:15 Valur-Fylkir (Origo völlurinn)
20:15 HK-Breiðablik (Kórinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner