Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 22. júlí 2021 22:19
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Laugi Baldurs: Það er ekki mikið sjálfstraust
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur mætti á Extra völlinn í kvöld og mætti Fjölnismönnum í Lengjudeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Fjölnis og var Guðlaugur Baldursson, þjálfari Þróttara ekki ánægður með niðurstöðuna.

„Þetta er svekkjandi af því við byrjum leikinn hrikalega vel. Við erum mun sterkari aðilinn fyrsta hálftímann og sköpum okkur þá tvö mjög góð færi einn á móti markmanni en náum ekki að nýta þau. Svo fáum við á okkur mark og þá finnst mér Fjölnismenn taka leikinn yfir."

Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Þróttur R.

„Því miður fannst mér að við misstum aðeins trúnna eftir að við fáum á okkur fyrsta markið. Það er ekki mikið sjálfstraust í liði sem að gengur illa og við náðum ekki alveg að berja okkur saman. Ekki fyrr en seint í leiknum þegar við erum komnir 3-0 undir og manni fleiri þá tókum við leikinn yfir aftur en þá var það of seint."

Þróttur er í 11. sæti í deildinni með 7 stig eftir 13 leiki en aðeins 2 stigum frá Selfyssingum í 10. sæti. Laugi er spurður hvað þurfi að gerast til þess að Þróttarar fari að sækja sér úrslit.

„Það er ekki eitt einfalt svar við því. Við þurfum að laga alls konar hluti. Sumt er gott hjá okkur sem við þurfum að halda áfram að gera og auðvitað þurfum við að byrja á því að loka búrinu okkar. Við þurfum að fá á okkur minna af mörkum, það gerir möguleikann mun betri á því að vinna leiki."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner