Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. júlí 2022 21:44
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Njarðvík með ellefu stiga forystu á toppnum - Diouck tók málin í sínar hendur
Oumar Diouck skoraði bæði mörk Njarðvíkinga og er nú markahæstur með 13 mörk
Oumar Diouck skoraði bæði mörk Njarðvíkinga og er nú markahæstur með 13 mörk
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvík 2 - 1 Þróttur R.
0-1 Aron Snær Ingason ('36 )
1-1 Oumar Diouck ('61 )
2-1 Oumar Diouck ('66 )
Lestu um leikinn

Njarðvík er áfram taplaust á toppnum eftir 2-1 sigur á Þrótti R. í 2. deild karla á Rafholtsvellinum í Njarðvík í kvöld. Oumar Diouck skoraði tvö mörk á fimm mínútum í síðari hálfleik og sá til þess að Njarðvík tæki öll stigin.

Kenneth Hogg átti skalla í stöng strax á 2. mínútu leiksins eftir hornspyrnu áður en Úlfur Ágúst Björnsson kom sér í gott færi nokkrum mínútum síðar en Sveinn Óli Guðnason varði vel.

Það dró til tíðinda á 36. mínútu en þá kom Aron Snær Ingason Þrótturum yfir. Aron, sem er á láni frá Fram, skoraði með góðu skoti framhjá Robert Blakala og gestirnir óvænt að leiða. Aron spilaði á láni hjá Njarðvíkingum á síðasta tímabili og virtist kunna ágætlega við sig í Njarðvík.

Þróttarar reyndu að nýta meðbyrinn en náðu ekki að bæta við marki fyrir hálfleikinn og staðan því 1-0 í hálfleik.

Það var svo eftir klukkutímaleik sem Oumar Diouck tók málin í sínar hendur. Njarðvíkingar fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og smurði hann boltanum yfir vegginn og efst í hornið.

Fimm mínútum síðar kom hann heimamönnum yfir þegar skot hans fór af varnarmanni Þróttara. Sveinn Óli var farinn af stað í hitt hornið og gat ekki komið í veg fyrir markið.

Njarðvíkingar náðu að sigla þessu heim og vinna þar með sinn tólfta sigur í sumar. Liðið er á toppnum með 11 stiga forystu á Þróttara sem eru í öðru sæti deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner