fim 22. ágúst 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Kompany ekki lengur þjálfari á leikdögum - Verður fyrirliði
Kompany á æfingu hjá Anderlecht.
Kompany á æfingu hjá Anderlecht.
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany hefur farið brösulega af stað sem þjálfari Anderlecht í Belgíu en hann tók við sem spilandi þjálfari hjá liðinu í sumar eftir að hafa yfirgefið Manchester City.

Anderlecht hefur gert tvö jafntefli og tapað tveimur leikjum í byrjun tímabils í Belgíu en um síðustu helgi fékk liðið á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik í 4-2 tapi gegn Kortrijk.

Kompany hefur nú ákveðið að einbeita sér að því að spila á leikdögum og Simon Davies úr þjálfaraliðinu mun sjá um allt sem tengist þjálfun.

Kompany verður fyrirliði Anderlecht í leikjum en Davies, sem starfaði áður í akademíu Manchester City, mun sjá um þjálfarastarfið.

„Kompany verður að einbeita sér meira að því að vera leikmaður í leikjum," sagði Davies. „Ég, ásamt starfsfólkinu, mun sjá um taktíkina utan vallar. Þú getur planað hluti fyrir leik en það geta alltaf komið upp óvæntir hlutir í leikjum og ég sé þá um það."
Athugasemdir
banner
banner