Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 22. ágúst 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin í dag - Stór stund hjá Víkingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Santa Coloma frá Andorra í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í Víkinni í kvöld.

Víkingar geta orðið annað íslenska karlaliðið til að leika í deildarkeppni (áður riðlakeppni) í Evrópu, en Breiðablik náði þessum merka áfanga á síðustu leiktíð.

Leikurinn fer fram í Víkinni og hefst klukkan 18:00. Breiðablik og Valur hafa áður mætt Santa Coloma í forkeppni í Evrópu, en heimavöllurinn reyndist öflugur í báðum viðureignum. Það er vonandi fyrir Víkinga að það verði raunin í kvöld.

Leikur dagsins:

Sambandsdeildin
18:00 Víkingur R.-UE Santa Coloma (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner