Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   mið 22. september 2021 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real Madrid kom sér á toppinn með sex mörkum
Mynd: EPA
Real Madrid 6 - 1 Mallorca
1-0 Karim Benzema ('3)
2-0 Marco Asensio ('24)
2-1 Lee Kang-in ('25)
3-1 Marco Asensio ('29)
4-1 Marco Asensio ('55)
5-1 Karim Benzema ('78)
6-1 Isco ('84)

Karim Benzema og Marco Asensio léku á alls oddi er Real Madrid fékk Mallorca í heimsókn í spænska boltanum í kvöld.

Benzema skoraði eftir þrjár mínútur og tvöfaldaði Asensio forystuna en Lee Kang-in minnkaði muninn aðeins einni mínútu síðar.

Asensio skoraði sitt annað mark á 29. mínútu, eftir stoðsendingu frá Benzema, og var staðan 3-1 í leikhlé.

Í upphafi síðari hálfleiks var mark dæmt af Benzema en það gerði lítið til því skömmu síðar lagði hann aftur upp fyrir Asensio sem fullkomnaði þrennuna sína og staðan orðin 4-1.

Asensio fékk heiðursskiptingu fyrir Isco og skoraði Benzema sitt annað mark skömmu síðar, áður en Isco setti sjötta og síðasta mark Real í leiknum. Lokatölur 6-1 þar sem Asensio setti þrennu og Benzema skoraði tvö og lagði upp tvö.

Frábær stórsigur Real sem fleytir liðinu upp á toppinn, tveimur stigum fyrir ofan nágrannana í Atletico.

Villarreal 4 - 1 Elche
1-0 Y. Pino ('5)
1-1 J. Mojica ('19)
2-1 M. Trigueros ('39)
3-1 A. Danjuma ('60)
4-1 A. Moreno ('94)

Villarreal lagði þá Elche að velli og var staðan 2-1 eftir jafnan fyrri hálfleik.

Lærisveinar Unai Emery tóku völdin í síðari hálfleik og innsigluðu ensku úrvalsdeildarleikmennirnir fyrrverandi Arnaut Danjuma og Alberto Moreno þægilegan 4-1 sigur.

Villarreal er með sjö stig eftir sigurinn en liðið gerði jafntefli fyrstu fjóra leiki tímabilsins. Elche er með sex stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
3 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
4 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
9 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
12 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
13 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
16 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
17 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
18 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
19 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
Athugasemdir
banner
banner