Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. september 2022 09:47
Elvar Geir Magnússon
Pabbi Henderson ætlar ekki á HM eftir ruglið í París
Fyrir utan Stade de France.
Fyrir utan Stade de France.
Mynd: Getty Images
Brian Henderson með syni sínum.
Brian Henderson með syni sínum.
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, miðjumaður Liverpool og Englands, segir að hann myndi sem fótboltaáhugamaður hugsa sig tvisvar um áður en hann færi á stóra leiki í boltanum. Vitnar hann þar í ruglið í kringum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París og úrslitaleik EM alls staðar á Wembley.

Henderson spilaði báða leiki og segir að faðir sinn, Brian Henderson, hafi ákveðið að fylgja Englandi ekki á HM í Katar eftir að hafa upplifað óreiðuna og þvöguna fyrir utan Stade de France.

Þúsundir stuðningsmanna misstu af því þegar úrslitaleikur Liverpool og Real Madrid fór af stað en upphafsspyrnan tafðist um 36 mínútur því allt var í rugli fyrir utan leikvanginn. Skipulagsleysi gerði það að verkum að stuðningsmenn Liverpool lentu í flöskuhálsi og miklum troðningi.

„Þetta var ansi óhugnalegt. Ef stuðningsmennirnir hefðu ekki sýnt þessa kurteisi hefði getað endað mun verr. Yfirvöld og fólkið í kringum völlinn var að skapa vandræði. Ef maður sem stuðningsmaður finnst öryggi manns ógnað þá viltu ekki mæta aftur. Þannig er það," segir Jordan Henderson.

„Fjölskyldumeðlimir mínir og vinir hafa lent í leiðinlegri lífsreynslum á síðustu árum og hindrar þau í að fara á leiki í framtíðinni. Þegar þú upplifir atburðarás eins og á úrslitaleik EM og úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá viltu ekki koma þér í þannig stöðu aftur."

„Pabbi minn sagði eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar að hann væri kominn að þolmörkum. Nú fer að nálgast HM og við þurfum að sjá hvað gerist. Það eru ýmsar öryggisráðstafanir kringum HM en þegar maður hefur upplifað svona aðstæður þá hugsar maður sig tvisvar um."

Í framhaldi af þessu má nefna BBC greindi frá því í morgun að óhlýðni áhorfenda á Englandi og í Wales á síðasta tímabili hafi verið sú mesta í átta ár. Alls voru 2.189 handtökur tengdar fótboltaleikjum í löndunum á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner