De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fös 22. september 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sandra stolt og sátt: Búin að vera slegin niður nokkrum sinnum
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen ræddi við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu á miðvikudag. Hún hefur í lykilhlutverki með liði sínu Þór/KA, hún er fyrirliði liðsins og hefur skorað átta mörk í 17 deildarleikjum í sumar.

Hún missti út nokkra leiki vegna meiðsla og var spurð hvort hún væri ánægð með tímabilið sitt.

„Ég er nokkuð sátt, er búin að vera slegin niður nokkrum sinnum, búin að þurfa láta sauma fimm spor í andlitið, búin að handleggsbrotna og búin að láta tappa af hnénu mínu. Ég veit ekki hvort að aldurinn sé farinn að segja eitthvað til sín," sagði Sandra á léttu nótunum. Hún er 28 ára, sem er auðvitað enginn aldur.

„Ég er stolt af því sem ég hef náð að komast yfir í sumar og mér finnst ég hafa náð að hjálpa liðinu, ekki bara með fótboltalegri getu, heldur líka með reynslu. Ég held ég verði að vera nokkuð sátt með tímabilið."

„Mig langaði að gera það sem ég gat til að hjálpa liðinu, gera mig sjálfa betri og líka til að nýta mína reynslu í að hjálpa yngri leikmönnum. Mér finnst margar búnar að taka vel í það og búnar að bæta sig. Ég sé klárlega góða framtíð hjá þessum hóp sem er núna fyrir norðan."


Samningur Söndru við Þór/KA rennur út í lok árs. Er hún farin að skoða sína framtíð?

„Mig langar að klára síðustu tvo leikina og síðan byrja hugsa um þetta. Ég er 100% með hausinn heima hjá Þór/KA núna og það er aldrei að vita nema maður verði bara áfram heima. Það eru góðir hlutir að gerast þar."

„Auðvitað er ég opin að skoða allt annað og ég mun klárlega gera það eftir tímabil."


Hafa erlend félög sett sig í samband við þig?

„Eitthvað smá við umboðsmanninn minn, en ég hef ekki haft samband við neitt lið eða þjálfara. Ég vil leyfa mér að klára tímabilið fyrst."

Sjá einnig:
„Vona að hún verði áfram en hennar vegna vona ég að hún komist eitthvað lengra"

Tvær umferðir eru eftir af Bestu deildinni og er Þór/KA 16 stigum á eftir Íslandmeisturum Vals og fimm stigum á eftir Breiðabliki í öðru sætinu. Hvað vantar upp á hjá Þór/KA til að komast enn nær toppliðunum?

„Þetta er rosalega ungur hópur, eins og oft er talað um þá er rosalega mikill efniviður fyrir norðan. Og það er alveg þannig; þetta eru rosalega efnilegar stelpur sem eru tilbúnar að leggja rosalega mikið á sig og eru tilbúnar að hlusta og fylgja því sem maður er að reyna hjálpa þeim með og kenna þeim."

„Það sem mér finnst einna helst vanta eru 2-3 leikmenn sem eru aðeins eldri, þurfa ekki endilega að vera í landliðsklassi en bara eldri og reyndari til þess að hjálpa að stýra. Við erum fáar sem eru búnar að vera lengi í þessu. Það væri gaman að fá nokkra leikmenn í viðbót til að hjálpa aðeins við það. Það myndi klárlega styrkja liðið,"
sagði Sandra.

Viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér neðst.

Hún undirbýr sig núna ásamt hinum í landsliðinu fyrir leikinn gegn Wales í Þjóðadeildinni. Sá leikur hefst klukkan 18:00 í kvöld og fer fram á Laugardalsvelli.
„Búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt"
Athugasemdir
banner
banner
banner