Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. nóvember 2020 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Valgeir þekkir söguna mína og hversu stutt það er á milli vara- og aðalliðsins"
Valgeir Valgeirsson
Valgeir Valgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Brentford (á láni hjá Viborg) og U21 árs landsliðsins, var til viðtals á föstudagskvöldið. Umræðuefnin voru þrjú. Fyrst var hann spurður út í lokakeppni EM því U21 árs landsliðið tekur þátt í keppninni. Næst var hann spurður um stöðu sína hjá Viborg og Brentford. Loks var hann spurður út í Valgeir Valgeirsson.

Fyrri greinar úr viðtalinu:
Patrik: Verð að vera klár þegar David verður seldur
„Ennþá sætara eftir á að hyggja að þetta er það sem skilar okkur inn á EM"

Valgeir Valgeirsson er að láni hjá Brentford frá HK og æfir þar og spilar með varaliði félagsins. Brentford getur keypt Valgeir á meðan láninu stendur. Hvað finnst Patrik um að Valgeir ákvað að fara til Brentford?

„Persónulega finnst mér þetta mjög flott fyrir hann. Líka eftir að hafa séð hversu vel hann hefur staðið sig fyrstu vikurnar. Hann kemur til Brentford og þekkir söguna mína og hversu stutt það er á milli vara- og aðalliðsins."

„Það eru alltaf einhverjir 5-8 leikmenn úr varaliðinu sem æfa með aðalliðinu. Bara að fá það tækifæri [að æfa með aðalliðinu] er mjög stórt og Brentford er þannig að ef þú stendur þig vel á þeim æfingum sem þú færð tækifæri á þá mun það alltaf skila sér og þú færð tækifæri hjá félaginu. Þetta er öðruvísi en hjá 'hinu týpíska félagi á Englandi' því það er svo stutt leið úr varaliðinu í aðalliðið,"
sagði Patrik.
Athugasemdir
banner
banner
banner