U19 landslið karla er komið áfram í milliriðla í undankeppni Evrópumótsins.
Strákarnir mættu Kasakstan og unnu þar sannfærandi 4-1 sigur. Þeir enda undankeppnina með sex stig.
Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FC Kaupamannahafnar, skoraði tvö mörk í dag. Daníel Freyr Kristjánsson, leikmaður Midtjylland, og Hilmar Rafn Mikaelsson, leikmaður Venezia, gerðu þá sitt markið hvor.
Dregið verður í milliriðla 8. desember, en lokakeppnin fer fram á Möltu 3.-16. júlí.
🔥 U19 karla hefur tryggt sér sæti í milliriðlum undankeppni EM 2023!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 22, 2022
✅ Job done for our U19 men's side as they have qualified for the Elite Round of EURO 2023 qualifying!#fyririsland pic.twitter.com/rxJO2DiV5u
Athugasemdir