
Mexíkó og Pólland eigast við í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins og er staðan markalaus þegar tæpar 20 mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.
Mexíkó hefur verið hættulegra liðið hingað til en Pólland komst næst því að skora þegar Robert Lewandowski fékk dæmda vítaspyrnu fyrir peysutog.
Vítaspyrnudómurinn þykir ansi harður en það gerði ekkert til fyrir Mexíkóa því markvörðurinn Guillermo Ochoa gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna.
Lewandowski skaut í vinstra horn marksins en skotið hvorki nægilega fast né langt til hliðar til að sigra Ochoa sem valdi rétt horn.
Annar markalausi leikur dagsins í röð. Ochoa varði víti frá markavélinni Lewandowski sem hefur enn ekki skorað HM mark. Mexíkó🇲🇽 Pólland🇵🇱 0-0⚽️ pic.twitter.com/0kczWLfJpU
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 22, 2022
Athugasemdir