Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslendingaslagur í beinni á Livey
Kvenaboltinn
Landsliðskonan Karólína Lea er leikmaður Inter.
Landsliðskonan Karólína Lea er leikmaður Inter.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ellefu Evrópuleikir fara fram í kvennaboltanum í dag, fimm Meistaradeildarleikir og sex í Evrópubikarnum.

Klukkan 17:30 fer fram Íslendingaslagur í Evrópubikarnum þegar ítalska liðið Inter tekur á móti Häcken í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Livey. Fanney Inga Birkisdóttir og stöllur hennar í Häcken eru með eins marks forystu eftir fyrri leikinn sem spilaður var í Svíþjóð. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru leikmenn Inter.

Íslandsmeistararnir í Breiðabliki eru líka í eldlínunni í Evrópubikarnum. Blikar heimsækja Hjörring klukkan 17:00, Fortuna Hjörring er með eins marks forystu eftir fyrri leikinn.

Klukkan 18:30 er svo Anderlecht í eldlínunni, belgíska liðið mætir Austria Vín. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir er leikmaður Anderlecht.

Meistaradeildin
Í Meistaradeildinni er svo Íslendingalið Vålerenga í eldlínunni klukkan 20:00 þegar St. Pölten kemur í heimsókn. Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir eru leikmenn Vålerenga.

Leikir kvöldsins
17:45 Juventus W - Lyon W
17:45 Wolfsburg W - Man Utd W
20:00 Arsenal W - Real Madrid W
20:00 Paris W - SL Benfica W
20:00 Valerenga W - St. Polten W
Athugasemdir
banner