Norski landsliðsmaðurinn Andreas Schjelderup var dæmdur í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi fyrir dreifingu á kynferðislegu efni einstaklinga undir lögaldri. Schjelderup þarf ekki að sitja fangelsisvistina af sér nema hann brjóti aftur af sér á næstu tólf mánuðum.
Schjelderup, sem er 21 árs leikmaður Benfica, deildi fyrir tveimur árum kynferðslegu myndbandi af tveimur strákum.
Fyrir rétti sagðist hann hafa fengið 27 sekúndna myndband sent sem hann hafi svo sent áfram í hópspjall með vinum sínum.
Fyrr í þessum mánuði baðst hann afsökunar á mistökum sínum og sagði að hann þyrfti að taka afleiðingum gjörða sinna.
Athugasemdir



