Brynjar Atli Bragason er búinn að kveðja Breiðablik. Hann er 25 ára markmaður sem gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið 2021. Þar hefur hann verið varamarkmaður fyrir Anton Ara Einarsson.
Alls spilaði Brynjar Atli tíu keppnisleiki með Breiðabliki og þar af var einn í forkeppni Evrópudeildarinnar. Á árunum fimm sem Brynjar var hjá félaginu varð Breiðablik tvívegis Íslandsmeistari og komst tvisvar í gegnum forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Alls spilaði Brynjar Atli tíu keppnisleiki með Breiðabliki og þar af var einn í forkeppni Evrópudeildarinnar. Á árunum fimm sem Brynjar var hjá félaginu varð Breiðablik tvívegis Íslandsmeistari og komst tvisvar í gegnum forkeppni Sambandsdeildarinnar.
„Ég geng stoltur frá borði, reynslunni ríkari og tek með mér óteljandi góðar minningar eftir þessi síðustu ár. Ótrúlega mikið af góðu fólki sem ég hef verið svo heppinn að hafa fengið að kynnast, sem ég verð ævinlega þakklátur fyrir," segir Brynjar Atli sem uppalinn er hjá Njarðvík og lék einnig með Víkingi Ólafsvík á sínum ferli. Á sínum tíma lék hann sex leiki fyrir unglingalandsliðin.
Hann er fluttur til Svíþjóðar en kærasta hans, landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir, spilar með Kristianstad þar í landi.
Athugasemdir






