Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin í dag - Rangers mætir á Old Trafford - Orri mætir toppliðinu
Mynd: EPA
Næstsíðasta umferðin í deildakeppni Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld.

Það er gríðarlega mikið undir en bresku liðin Man Utd og Rangers eigast við á Old Trafford. United er með 12 stig í 7. sæti og Rangers í 8. sæti með 11 stig. Sigurvegarinn kemur sér því í góða stöðu um að komast beint áfram í 16 liða úrslitin.

Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad eru með tíu stig en liðið heimsækir topplið Lazio. Eggert Aron Guðmundsson hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Elfsborg, liðið fær Nice í heimsókn. Júlíus Magnússon gekk til liðs við félagið á dögunum en hann er ekki löglegur í Evrópudeildinni fyrr en í útsláttakeppninni.

Liðið er í 25. sæti sem stendur en efstu 24 liðin komast áfram. Í 24. sæti er Midtjylland sem heimsækir Ludogorets en Elías Rafn Ólafsson er á meiðslalistanum.

Ajax er með tíu stig í 11. sæti en liðið heimsækir RFS frá Lettlandi. Kristian Nökkvi Hlynsson hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá liðinu og er líklega á förum í janúar.

fimmtudagur 23. janúar
17:45 AZ - Roma
17:45 Bodo-Glimt - Maccabi Tel Aviv
17:45 Porto - Olympiakos
17:45 Fenerbahce - Lyon
17:45 Malmö - Twente
17:45 Qarabag - Steaua
17:45 Hoffenheim - Tottenham
17:45 Plzen - Anderlecht
20:00 Eintracht Frankfurt - Ferencvaros
20:00 Elfsborg - Nice
20:00 Lazio - Real Sociedad
20:00 Ludogorets - Midtjylland
20:00 Man Utd - Rangers
20:00 PAOK - Slavia Prag
20:00 Rigas FS - Ajax
20:00 St. Gilloise - Braga

Stöðutaflan Evrópa Evrópudeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Lazio 6 5 1 0 14 3 +11 16
2 Athletic 7 5 1 1 12 6 +6 16
3 Anderlecht 6 4 2 0 11 6 +5 14
4 Lyon 6 4 1 1 15 7 +8 13
5 Eintracht Frankfurt 6 4 1 1 12 8 +4 13
6 Galatasaray 7 3 4 0 18 14 +4 13
7 Man Utd 6 3 3 0 12 8 +4 12
8 Rangers 6 3 2 1 13 7 +6 11
9 Tottenham 6 3 2 1 11 7 +4 11
10 Steaua 6 3 2 1 7 5 +2 11
11 Ajax 6 3 1 2 14 6 +8 10
12 Real Sociedad 6 3 1 2 10 6 +4 10
13 Bodo-Glimt 6 3 1 2 10 9 +1 10
14 Roma 6 2 3 1 8 5 +3 9
15 Olympiakos 6 2 3 1 5 3 +2 9
16 Ferencvaros 6 3 0 3 11 10 +1 9
17 Plzen 6 2 3 1 10 9 +1 9
18 Besiktas 7 3 0 4 10 14 -4 9
19 Porto 6 2 2 2 12 10 +2 8
20 AZ 6 2 2 2 9 9 0 8
21 St. Gilloise 6 2 2 2 5 5 0 8
22 Fenerbahce 6 2 2 2 7 9 -2 8
23 PAOK 6 2 1 3 10 8 +2 7
24 Midtjylland 6 2 1 3 5 7 -2 7
25 Elfsborg 6 2 1 3 8 11 -3 7
26 Braga 6 2 1 3 7 10 -3 7
27 Hoffenheim 6 1 3 2 5 8 -3 6
28 Maccabi Tel Aviv 6 2 0 4 7 13 -6 6
29 Slavia Prag 6 1 1 4 5 7 -2 4
30 Twente 6 0 4 2 4 7 -3 4
31 Malmö 6 1 1 4 6 12 -6 4
32 Ludogorets 6 0 3 3 3 8 -5 3
33 Qarabag 6 1 0 5 4 14 -10 3
34 Rigas FS 6 0 2 4 5 12 -7 2
35 Nice 6 0 2 4 6 14 -8 2
36 Dynamo K. 7 0 1 6 4 18 -14 1
Athugasemdir
banner