Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester, er sagður ósáttur við það hversu lítið hann hefur fengið að versla í janúarglugganum.
Samkvæmt Sun var hollenska stjóranum sagt í nóvember að hann fengi að eyða á leikmannamarkaðnum í þessum mánuði.
Samkvæmt Sun var hollenska stjóranum sagt í nóvember að hann fengi að eyða á leikmannamarkaðnum í þessum mánuði.
En eini leikmaðurinn sem hefur komið hingað til er franski hægri bakvörðurinn Woyo Coulibaly, sem var keyptur á 3 milljónir punda frá Parma.
Það hefur ekki gengið vel hjá Van Nistelrooy eftir að hann tók við Leicester en liðið næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig.
Og tíminn til að gera eitthvað í janúar er að renna út.
Athugasemdir