Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
   fim 23. febrúar 2017 20:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Samfélagsmiðlar hafa breytt fögnum leikmanna
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Fanndís Friðriksdóttir, Hildur Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Fanndís Friðriksdóttir, Hildur Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Bastian Schweinsteiger er öflugur á samfélagsmiðlunum.
Bastian Schweinsteiger er öflugur á samfélagsmiðlunum.
Mynd: Getty Images
Samfélagsmiðlar hafa að mörgu leyti breytt lífi fólks undanfarin ár og fótboltinn er þar engin undantekning. Í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni var mikil umræða um samfélagsmiðla og hverju þeir hafa breytt í fótboltanum.

„Ég held að það hafi breytt því hvernig leikmenn fagna mörkum," sagði Kjartan Atli Kjartansson í þættinum.

„Alan Shearer fagnaði alltaf bjánalega en samt töff og Paul Merson líka. Þeir voru ómeðvitaðir um sjálfa sig. Þetta var þeirra innra sjálf að brjótast út. Leikmenn í dag þora ekki að stíga út því að þeir eru hræddir við að það verði gert grín að þeim á samfélagsmiðlum."

Hildur Einarsdóttir, markaðsfræðingur, er mikill stuðningsmaður Manchester United og hún fylgist með leikmönnum liðsins á samfélagsmiðlum.

„Mér finnst þetta hafa gefið okkur betri aðgang að fótboltamönnunum. Mér finnst ég þekkja þá alla. Þeir sem ég er að elta eru eins og fjölskyldan í mínum huga," sagði Hildur í þættinum.

„Bastian Schweinsteiger er gott dæmi um hvernig ég tengdist leikmanni. Hann var tekinn út úr hóp sem var diss við þessa hetju sem hann er. Hann var áfram all in á Twitter að peppa strákana fyrir og eftir leik. Hann er greinilega mikill United maður og hann er legend hjá mér núna."

Gestir vikunnar í sjónvarpsþættinum
Fanndís Friðriksdóttir - @fanndis90
Hildur Einarsdóttir - @HildurEinarsd
Kjartan Atli Kjartansson- @Kjartansson4

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Á Rooney að fara til Kína?
Athugasemdir
banner
banner
banner