Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 23. febrúar 2017 20:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Samfélagsmiðlar hafa breytt fögnum leikmanna
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Fanndís Friðriksdóttir, Hildur Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Fanndís Friðriksdóttir, Hildur Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Samfélagsmiðlar hafa að mörgu leyti breytt lífi fólks undanfarin ár og fótboltinn er þar engin undantekning. Í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni var mikil umræða um samfélagsmiðla og hverju þeir hafa breytt í fótboltanum.

„Ég held að það hafi breytt því hvernig leikmenn fagna mörkum," sagði Kjartan Atli Kjartansson í þættinum.

„Alan Shearer fagnaði alltaf bjánalega en samt töff og Paul Merson líka. Þeir voru ómeðvitaðir um sjálfa sig. Þetta var þeirra innra sjálf að brjótast út. Leikmenn í dag þora ekki að stíga út því að þeir eru hræddir við að það verði gert grín að þeim á samfélagsmiðlum."

Hildur Einarsdóttir, markaðsfræðingur, er mikill stuðningsmaður Manchester United og hún fylgist með leikmönnum liðsins á samfélagsmiðlum.

„Mér finnst þetta hafa gefið okkur betri aðgang að fótboltamönnunum. Mér finnst ég þekkja þá alla. Þeir sem ég er að elta eru eins og fjölskyldan í mínum huga," sagði Hildur í þættinum.

„Bastian Schweinsteiger er gott dæmi um hvernig ég tengdist leikmanni. Hann var tekinn út úr hóp sem var diss við þessa hetju sem hann er. Hann var áfram all in á Twitter að peppa strákana fyrir og eftir leik. Hann er greinilega mikill United maður og hann er legend hjá mér núna."

Gestir vikunnar í sjónvarpsþættinum
Fanndís Friðriksdóttir - @fanndis90
Hildur Einarsdóttir - @HildurEinarsd
Kjartan Atli Kjartansson- @Kjartansson4

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Á Rooney að fara til Kína?
Athugasemdir
banner