Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 23. febrúar 2017 20:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Samfélagsmiðlar hafa breytt fögnum leikmanna
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Fanndís Friðriksdóttir, Hildur Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Fanndís Friðriksdóttir, Hildur Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Samfélagsmiðlar hafa að mörgu leyti breytt lífi fólks undanfarin ár og fótboltinn er þar engin undantekning. Í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni var mikil umræða um samfélagsmiðla og hverju þeir hafa breytt í fótboltanum.

„Ég held að það hafi breytt því hvernig leikmenn fagna mörkum," sagði Kjartan Atli Kjartansson í þættinum.

„Alan Shearer fagnaði alltaf bjánalega en samt töff og Paul Merson líka. Þeir voru ómeðvitaðir um sjálfa sig. Þetta var þeirra innra sjálf að brjótast út. Leikmenn í dag þora ekki að stíga út því að þeir eru hræddir við að það verði gert grín að þeim á samfélagsmiðlum."

Hildur Einarsdóttir, markaðsfræðingur, er mikill stuðningsmaður Manchester United og hún fylgist með leikmönnum liðsins á samfélagsmiðlum.

„Mér finnst þetta hafa gefið okkur betri aðgang að fótboltamönnunum. Mér finnst ég þekkja þá alla. Þeir sem ég er að elta eru eins og fjölskyldan í mínum huga," sagði Hildur í þættinum.

„Bastian Schweinsteiger er gott dæmi um hvernig ég tengdist leikmanni. Hann var tekinn út úr hóp sem var diss við þessa hetju sem hann er. Hann var áfram all in á Twitter að peppa strákana fyrir og eftir leik. Hann er greinilega mikill United maður og hann er legend hjá mér núna."

Gestir vikunnar í sjónvarpsþættinum
Fanndís Friðriksdóttir - @fanndis90
Hildur Einarsdóttir - @HildurEinarsd
Kjartan Atli Kjartansson- @Kjartansson4

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Á Rooney að fara til Kína?
Athugasemdir
banner