Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   lau 23. febrúar 2019 10:44
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Man Utd og Liverpool
Mynd: Guardian
Það er mikil spenna fyrir gríðarlega mikilvægan leik Manchester United og Liverpool sem fram fer á morgun.

Guardian hefur sett líkleg byrjunarlið að sínu mati og athygli vekur að þar má finna Alexis Sanchez.

Manchester United telur að Jesse Lingard og Anthony Martial verði leikfærir aftur eftir meiðsli.

David de Gea snýr aftur í markið en Sergio Romero var í rammanum í sigrinum gegn Chelsea í FA-bikarnum á mánudag.

Hjá Liverpool snýr Virgil van Dijk aftur eftir að hafa verið í banni í miðri viku gegn Bayern München.

Dejan Lovren er enn á meiðslalistanum.

Liverpool er jafnt Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Manchester United er komið í fjórða sætið eftir mikinn uppgang undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Sjá einnig:
Tíu álitsgjafar spá í leikinn
Völdu sameiginlegt lið Man Utd og Liverpool

Leikurinn verður klukkan 14:05 á morgun, sunnudag
Athugasemdir
banner
banner