Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 15:36
Elvar Geir Magnússon
Heimavöllurinn fær viðurkenningu frá KSÍ
Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir.
Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir.
Mynd: HMG
Kvennalið Breiðabliks fær Drago-styttuna.
Kvennalið Breiðabliks fær Drago-styttuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimavöllurinn hlýtur Jafnréttisverðlaun KSÍ þetta árið en þetta kemur fram í fundargerð stjórnar sambandsins sem birt var í dag.

Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir sjá um Heimavöllinn sem er hlaðvarpsþáttur um kvennafótbolta hér á Fótbolta.net.

Þá halda þær úti vinsælli Instagram síðu og hafa verið ákaflega metnaðarfullar í að lyfta umfjöllun um fótbolta kvenna á annað plan.

„Jafnréttisverðlaun: Heimavöllurinn fyrir brautryðjendastarf á sviði umfjöllunar um knattspyrnu kvenna," segir í fundargerðinni.

Fótbolti.net óskar Huldu og Mist til hamingju með verðskulduð verðlaun.

Hér má sjá allar viðurkenningar frá KSÍ vegna starfsársins 2020:

Grasrótarverðlaun: Múrbrjótar vegna verkefnisins “Fótbolti án fordóma” og Kormákur/Hvöt vegna öflugs knattspyrnustarfs fyrir börn og fullorðna.

Fjölmiðlaverðlaun: Marc Boal vegna útgáfu á bókinni Sixty four degrees north.

Dómaraverðlaun: Knattspyrnudómarafélag Norðurlands (KDN).

Jafnréttisverðlaun: Heimavöllurinn fyrir brautryðjendastarf á sviði umfjöllunar um knattspyrnu kvenna.

Háttvísiverðlaun deilda: Drago-stytturnar eru veittar háttvísustu liðunum í tveimur efstu deildum karla. KA hlýtur Drago-styttuna fyrir árið 2020 í Pepsi Max deild karla á grundvelli háttvísimats eftirlitsmanna KSÍ, en gul og rauð spjöld vega þungt í því mati. Leiknir R. hlýtur styttuna í Lengjudeild karla á grundvelli fjölda gulra og rauðra spjalda. Breiðablik var prúðasta liðið í Pepsi Max deild kvenna síðastliðið keppnistímabil, Fjölnir var prúðasta liðið í Lengjudeild kvenna og Sindri í 2. deild kvenna. Í 2. deild karla voru ÍR-ingar með prúðasta liðið, Reynir S. í 3. deild karla og Berserkir í 4. deild karla.

Þá samþykkti stjórn KSÍ að sæma Runólf Pálsson gullmerki sambandsins vegna starfa hans fyrir knattspyrnuhreyfinguna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner