Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
banner
   fös 23. febrúar 2024 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Icelandair
Telma Ívarsdóttir.
Telma Ívarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Telma Ívarsdóttir var mætt aftur í markið hjá íslenska landsliðinu í dag og átti hún fínan leik þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag. Um var að ræða fyrri leik liðanna en seinni leikurinn er á Kópavogsvelli í næstu viku.

„Við erum enn með sömu markmið. Við erum jöfn eins og staðan er núna. Það er ekki eins og við höfum tapað einhverju þannig séð hérna í kvöld. Við þurfum að halda áfram og halda í markmiðin sem er að klára leikinn heima á Kópavogsvelli," sagði Telma við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

„Mér leið allan tímann mjög vel. Það var kannski smá mikið að gera á köflum og þær áttu fína spilkafla inn á milli. Völlurinn var kannski svolítið þurr, sérstaklega inn í teignum. Hann var blautur einhvers staðar þarna á miðjunni. Þetta var skringilega vökvað hjá Serbunum."

„Það var erfitt að finna sig í byrjun með boltann, og koma flæði á hann. En mér fannst við gera fínt heilt yfir."

Serbarnir tóku forystuna í leiknum. Hvað hugsaði Telma þá?

„Ég hugsaði áðan að við myndum skora strax eftir smá. Ég hafði allan tímann trú á stelpunum þarna frammi. Við gerðum það eftir langt innkast frá Sveindísi. Þetta er kannski svolítið íslenska leiðin til að svara. Það finnst mér. Við hefðum kannski átt að nýta þetta aðeins betur því við fengum slatta af löngum innköstum og hornum. Við gerum bara betur á Kópavogsvelli."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner