Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   fös 23. febrúar 2024 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Icelandair
Telma Ívarsdóttir.
Telma Ívarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Telma Ívarsdóttir var mætt aftur í markið hjá íslenska landsliðinu í dag og átti hún fínan leik þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag. Um var að ræða fyrri leik liðanna en seinni leikurinn er á Kópavogsvelli í næstu viku.

„Við erum enn með sömu markmið. Við erum jöfn eins og staðan er núna. Það er ekki eins og við höfum tapað einhverju þannig séð hérna í kvöld. Við þurfum að halda áfram og halda í markmiðin sem er að klára leikinn heima á Kópavogsvelli," sagði Telma við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

„Mér leið allan tímann mjög vel. Það var kannski smá mikið að gera á köflum og þær áttu fína spilkafla inn á milli. Völlurinn var kannski svolítið þurr, sérstaklega inn í teignum. Hann var blautur einhvers staðar þarna á miðjunni. Þetta var skringilega vökvað hjá Serbunum."

„Það var erfitt að finna sig í byrjun með boltann, og koma flæði á hann. En mér fannst við gera fínt heilt yfir."

Serbarnir tóku forystuna í leiknum. Hvað hugsaði Telma þá?

„Ég hugsaði áðan að við myndum skora strax eftir smá. Ég hafði allan tímann trú á stelpunum þarna frammi. Við gerðum það eftir langt innkast frá Sveindísi. Þetta er kannski svolítið íslenska leiðin til að svara. Það finnst mér. Við hefðum kannski átt að nýta þetta aðeins betur því við fengum slatta af löngum innköstum og hornum. Við gerum bara betur á Kópavogsvelli."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner