Telma Ívarsdóttir var mætt aftur í markið hjá íslenska landsliðinu í dag og átti hún fínan leik þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag. Um var að ræða fyrri leik liðanna en seinni leikurinn er á Kópavogsvelli í næstu viku.
„Við erum enn með sömu markmið. Við erum jöfn eins og staðan er núna. Það er ekki eins og við höfum tapað einhverju þannig séð hérna í kvöld. Við þurfum að halda áfram og halda í markmiðin sem er að klára leikinn heima á Kópavogsvelli," sagði Telma við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.
„Við erum enn með sömu markmið. Við erum jöfn eins og staðan er núna. Það er ekki eins og við höfum tapað einhverju þannig séð hérna í kvöld. Við þurfum að halda áfram og halda í markmiðin sem er að klára leikinn heima á Kópavogsvelli," sagði Telma við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.
Lestu um leikinn: Serbía 1 - 1 Ísland
„Mér leið allan tímann mjög vel. Það var kannski smá mikið að gera á köflum og þær áttu fína spilkafla inn á milli. Völlurinn var kannski svolítið þurr, sérstaklega inn í teignum. Hann var blautur einhvers staðar þarna á miðjunni. Þetta var skringilega vökvað hjá Serbunum."
„Það var erfitt að finna sig í byrjun með boltann, og koma flæði á hann. En mér fannst við gera fínt heilt yfir."
Serbarnir tóku forystuna í leiknum. Hvað hugsaði Telma þá?
„Ég hugsaði áðan að við myndum skora strax eftir smá. Ég hafði allan tímann trú á stelpunum þarna frammi. Við gerðum það eftir langt innkast frá Sveindísi. Þetta er kannski svolítið íslenska leiðin til að svara. Það finnst mér. Við hefðum kannski átt að nýta þetta aðeins betur því við fengum slatta af löngum innköstum og hornum. Við gerum bara betur á Kópavogsvelli."
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir