Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Engar afsakanir hjá Gregg Ryder - „Spilum á heimavelli í næsta leik"
Hlegið þegar Rúnar mismælti sig - „Öskraði KR og KR fékk innkastið"
Björn Daníel: Tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn
Ómar Ingi: Þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt
Heimir: Við getum aðeins kvartað en ekki mikið
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
   fös 23. febrúar 2024 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Icelandair
Telma Ívarsdóttir.
Telma Ívarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Telma Ívarsdóttir var mætt aftur í markið hjá íslenska landsliðinu í dag og átti hún fínan leik þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag. Um var að ræða fyrri leik liðanna en seinni leikurinn er á Kópavogsvelli í næstu viku.

„Við erum enn með sömu markmið. Við erum jöfn eins og staðan er núna. Það er ekki eins og við höfum tapað einhverju þannig séð hérna í kvöld. Við þurfum að halda áfram og halda í markmiðin sem er að klára leikinn heima á Kópavogsvelli," sagði Telma við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

„Mér leið allan tímann mjög vel. Það var kannski smá mikið að gera á köflum og þær áttu fína spilkafla inn á milli. Völlurinn var kannski svolítið þurr, sérstaklega inn í teignum. Hann var blautur einhvers staðar þarna á miðjunni. Þetta var skringilega vökvað hjá Serbunum."

„Það var erfitt að finna sig í byrjun með boltann, og koma flæði á hann. En mér fannst við gera fínt heilt yfir."

Serbarnir tóku forystuna í leiknum. Hvað hugsaði Telma þá?

„Ég hugsaði áðan að við myndum skora strax eftir smá. Ég hafði allan tímann trú á stelpunum þarna frammi. Við gerðum það eftir langt innkast frá Sveindísi. Þetta er kannski svolítið íslenska leiðin til að svara. Það finnst mér. Við hefðum kannski átt að nýta þetta aðeins betur því við fengum slatta af löngum innköstum og hornum. Við gerum bara betur á Kópavogsvelli."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner