Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. mars 2023 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Örvfætta miðvarðaparið spilaði oft saman í fyrra - Jafntefli í kortunum?
Icelandair
Miðvarðaparið í kvöld.
Miðvarðaparið í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor verður í hægri bakverði.
Guðlaugur Victor verður í hægri bakverði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons á bekknum.
Alfons á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó Grétarsson er að fara spila sinn þrettánda landsleik í kvöld því hann er í byrjunarliði Íslands sem mætir Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og er fyrsti leikur liðanna í riðlinum.

Daníel mun spila við hlið Harðar Björgvins Magnússonar í hjarta varnarinnar. Þetta verður sjöundi leikurinn sem þeir spila saman með landsliðinu.

Í aðdraganda valsins á landsliðshópnum og þegar hann var tilkynntur bjuggust flestir, undirritaður þar meðtalinn, við því að Hörður myndi spila við hlið Sverris Inga Ingasonar í leiknum. Sverrir meiddist hins vegar og er ekki með landsliðinu í þessu verkefni. Burtséð hvort að það var planið hjá landsliðsþjálfurunum eða ekki þá er niðurstaðan sú að Daníel er í liðinu í kvöld.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

Í þremur leikjum hefur Daníel spilað með Hörð Björgvin með sér þar sem Daníel er vinstri hafsent og Hörður Björgvin vinstri bakvörður. Fyrstu tveir voru æfingaleikir gegn Finnlandi og Spáni í mars fyrir ári síðan. Þriðji leikurinn var útileikurinn í Ísrael í Þjóðadeildinni í fyrra en þá kom Hörður inn í miðvörðinn í stað Brynjars Inga Bjarnasonar í hálfleik og lék þar við hlið Daníels.

Sá hálfleikur endaði með 1:1 jafntefli. Í kjölfarið léku þeir tvo heila leiki saman í hjarta varnarinnar. Fyrri leikurinn endaði með 1:1 jafntefli gegn Albaníu og seinni leikurinn endaði með 2:2 jafntefli gegn Ísrael. Í leiknum gegn Ísrael varð Daníel fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Báðir þessir leikir fóru fram á Laugardalsvelli.

Daníel lék svo í 77 mínútur við hlið Harðar gegn Albaníu í september eftir að hafa komið inná sem varamaður í kjölfar rauðs spjalds Arons Einars Gunnarssonar. Þær mínútur enduðu með 1:1 jafntefli.

Leikirnir sem DLG og HBM hafa spilað saman í hjarta varnarinnar:
Ísrael 2:2 Ísland (Hálfleikur)
Ísland 1:1 Albanía
Ísland 1:1 Ísrael
Albanía 1:1 Ísland (77 mínútur)

Leikirnir þar sem Hörður og Daníel spila saman í miðvarðastöðunum hafa því endað með 5:5 jafntefli. Verður jafntefli niðurstaðan í kvöld?

Alfons ekki fundið sig með landsliðinu
Undirritaður bjóst í aðraganda leiksins við því að Guðlaugur Victor Pálsson myndi leysa stöðu djúps miðjumanns en niðurstaðan er sú að Arnór Ingvi Traustason spilar þar og Guðlaugur Victor verður í hægri bakverði.

Það er sú staða sem Guðlaugur hefur spilað best í með landsliðinu. Ég bjóst við því að sjá Alfons í hægri bakveðri en þegar horft er í hans frammistöður þá hafa þeir aldrei verið frábærar, einhverjar ágætar en hann hefur ekki náð að stimpla sig almennilega inn.

Það getur verið ástæðan fyrir því að Arnar Þór Viðarsson ákveði að nota Guðlaug frekar í hægri bakverði. Eins og fyrr segir hefur það verið hans besta staða með landsliðinu og hann gefur leikmönnum mikið með sinni nærveru, er stór skrokkur og mikil orka sem myndast í kringum hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner