
„Þetta er bara svekkjandi og lélegt af okkar hálfu. Fyrri hálfleik vantaði allar undirstöður og eins og við töluðum um í fyrri leiknum að vinna seinni bolta, vorum rosalega langt frá hvorum öðrum og vorum bara ekki á þeim klassa sem við eigum að spila á." sagði Stefán Teitur Þórðarson eftir tapið gegn Kosóvó í dag en Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðardeildar UEFA
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 3 Kósovó
„Við byrjuðum flott og settum góða pressu á þá þannig en svo voru bara mörkin léleg, hjá mér sjálfum ég man hvort það hafi verið fyrsta eða annað markið að ég á fína tæklingu en síðan á ég bara að klára manninn, ég reyni að kalla Bjarka út þú veist. Ég nenni ekki að standa hérna og tala um að þetta sé í fyrsta skipti sem ég spila hafsent ég á bara að klára manninn þarna."
Arnar Gunnlaugsson eins og allir lesendur Fótbolta.net vita er nýtekinn við landsliðinu og við taka nýjir tímar hjá Íslenska landsliðinu.
„Við þurfum bara að taka ábyrgð sem lið og horfa fram á veginn. Það hefur ekkert breyst að við séum minna spenntir eða jákvæðir. Við erum með frábært lið og við verðum að finna þessa einföldu hluti sem við erum rosalega góðir í og getum spilað þegar við erum að spila góða leiki."
Athugasemdir