Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   þri 23. apríl 2024 12:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Endurkoma Arons Þrándar kremið á kökuna
Vel fagnað eftir leik.
Vel fagnað eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sannfærandi 4-1 sigur á Breiðabliki á sunnudag í 3. umferð Bestu deildarinnar.

Í stöðunni 4-1 kom svo Aron Elís Þrándarson inn á. Aron er sennilega besti leikmaður Víkings, kom inn í liðið í sumarglugganum í fyrra og liðið, sem var þá á toppnum, varð enn betra.

Aron hefur glímt við meiðsli í aðdraganda mótsins en lék um fimmtán mínútur í stórleiknum á sunnudag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

„Þetta var besti leikur Víkinga á tímabilinu hingað til, sýndu algjöra meistaraframmistöðu," sagði Elvar Geir í Innkastinu.

„Það var ekki nóg að vinna 4-1, þá kemur bara Aron Elís inn á, besti maðurinn eftir að hann kom í fyrra," sagði Sæbjörn Steinke.
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner