Klukkan 18:00 hefst leikur FH og KR í Bestu deildinni á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. FH er án stiga á botni deildarinnar en KR er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.
Lestu um leikinn: FH 2 - 2 KR
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerir tvær breytingar á sínu liði frá tapleiknum á laugardaginn gegn Fram í Mjólkurbikarnum. Grétar Snær Gunnarsson og Kristján Flóki Finnbogason koma inn í liðið fyrir þá Jóhann Ægi Arnarsson og Arnór Borg Guðjohnsen.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, gerir fjórar breytingar á byrjunarliði KR-inga eftir 3-3 jafnteflið við Val á dögunum í Bestu deildinni. Finnur Tómas Pálmason, Ásbjörn Þórðarson, Sigurður Breki Kárason og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson koma úr byrjunarliðinu en þeir Júlíus Mar Júlíusson, Birgir Steinn Styrmisson, Mathias Præst og Hjalti Sigurðsson koma inn í liðið.
Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki sem byrjaði óvænt gegn Val er ekki í leikmannahópi KR í kvöld.
Byrjunarlið FH:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
4. Ahmad Faqa
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Tómas Orri Róbertsson
37. Baldur Kári Helgason
45. Kristján Flóki Finnbogason
Byrjunarlið KR:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson (f)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Birgir Steinn Styrmisson
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
16. Matthias Præst
17. Luke Rae
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
23. Atli Sigurjónsson
28. Hjalti Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Vestri | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 - 1 | +3 | 7 |
2. Víkingur R. | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 - 0 | +6 | 6 |
3. Breiðablik | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 5 | +1 | 6 |
4. Stjarnan | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 - 4 | +1 | 6 |
5. Valur | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 - 5 | +2 | 5 |
6. Fram | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 3 | +1 | 3 |
7. KR | 3 | 0 | 3 | 0 | 7 - 7 | 0 | 3 |
8. ÍA | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 - 4 | -2 | 3 |
9. FH | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 5 | -2 | 1 |
10. Afturelding | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
11. ÍBV | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
12. KA | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 9 | -6 | 1 |
Athugasemdir