Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
   mið 23. apríl 2025 22:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Eiður Aron: Hann á klárlega möguleika á því að verða atvinnumaður
Eyjamaðurinn öflugur í vörninni.
Eyjamaðurinn öflugur í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Berg.
Daði Berg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri á toppnum.
Vestri á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara mjög góð, við erum bara mjög þéttir og skipulagðir og með mjög öfluga leikmenn ofar á vellinum," segir kátur Eiður Aron Sigurbjörnsson, leikmaður Vestra, við Fótbolta.net eftir sigur liðsins á ÍA í Akraneshöllinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  2 Vestri

„Nei, ég get ekki sagt að mér hafi fundist sigurinn einhvern tímann í hættu, ÍA var vissulega meira með boltann í seinni hálfleik og náði að þrýsta okkur neðar á völlinn, en við erum bara frekar þægilegir þar."

„Þarf enginn að segja okkur að fagna"
Hvað finnst Eiði um að spila í Akraneshöllinni í efstu deild?

„Það er náttúrulega ekki fyrsti kostur hjá neinum að fara þangað inn að spila, en mér persónulega gæti ekki verið meira sama um það."

Það heyrðist vel í Vestramönnum í höllinni og tók á röddina að spila í kvöld, þeir voru duglegir að fagna litlu sigrunum í kvöld, var talað sérstaklega um það að halda góðri stemningu?

„Þetta hefur alveg verið rætt en það þarf enginn að segja okkur að fagna þessum hlutum, það gerist bara hjá okkur því okkur finnst þetta ekkert eðlilega skemmtilegt."

Klárlega möguleiki fyrir Daða að verða atvinnumaður
Eiður átti sjálfur mjög góðan leik og var valinn maður leiksins hér á Fótbolta.net, en það var meira um góða frammistöðu, og þá sérstaklega frá Daða Berg Jónssyni sem skoraði og lagði upp. Daði var líka á skotskónum í síðustu umferð þegar hann skoraði sigurmarkið gegn FH.

Hversu góður er Daði og hefur hann komið Eiði á óvart?

„Daði er bara frábær leikmaður, við sáum það þegar hann æfði með okkur í fyrra. Hann er ennþá mjög ungur og á bara framtíðina fyrir sér í þessu. Ég vissi að hann væri flottur leikmaður en skal alveg viðurkenna það að hann hefur komið mer smá á óvart með hversu klókur hann er."

Er það augljóst fyrir Eiði að Daði er leikmaður sem á eftir að fara erlendis sem atvinnumaður?

„Hann hefur klárlega möguleikann á því ef hann heldur áfram að leggja svona mikið á sig. Eins og ég segi þá er þetta mjög flottur strákur og hann hefur klárlega burði til þess að ná langt."

„Þetta kemur okkur ekkert á óvart"
Að lokum, Vestri er á toppi deildarinnar eftir þjá leiki og fyrri dag 3. umferðarinnar. Stigin eru sjö, mörk skoruð eru fjögur og hefur einungis eitt mark verið skorað á liðið. Kemur þetta á óvart eða fannst Eiði þetta vera allt eins líklegt komandi inn í mótið?

„Nei, þetta kemur okkur ekkert á óvart, við vitum hvað við getum og fyrir hvað við stöndum, búnir að æfa eins og skepnur allt undirbúningstímabilið og menn eru bara klárir í að leggja inn vinnu fyrir hvorn annan," segir miðvörðurinn öflugi.
Athugasemdir
banner