Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   mið 23. apríl 2025 18:44
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Svekkjandi tap hjá Juventus - Fiorentina enn með
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Evrópubaráttan í ítalska boltanum er gríðarlega spennandi, líkt og titilbaráttan og fallbaráttan.

Juventus missti af frábæru tækifæri til að endurheimta fjórða sætið, sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildina á næstu leiktíð, með 1-0 tapi gegn Parma.

Argentínumaðurinn Mateo Pellegrino tók forystuna fyrir Parma undir lok fyrri hálfleiks sem var afar bragðdaufur. Juve var sterkari aðilinn í síðari hálfleik en átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér góð færi gegn skipulögðu liði Parma.

Juventus er einu stigi frá Meistaradeildarsæti eftir þetta tap, á meðan Parma er svo gott sem búið að bjarga sér úr fallbaráttunni. Liðið er sex stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar fimm umferðir eru eftir.

Albert Guðmundsson var þá í byrjunarliði Fiorentina sem sigraði á útivelli gegn Cagliari.

Heimamenn tóku forystuna snemma leiks en Robin Gosens jafnaði svo staðan var jöfn eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Lucas Beltrán tók forystuna fyrir Fiorentina í upphafi síðari hálfleiks og gerðu lærisveinar Raffaele Palladino vel að halda forystunni til leiksloka. Lokatölur 1-2.

Fiorentina er þremur stigum frá Evrópusæti eftir þennan sigur og fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti. Cagliari er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Lazio er einnig með í Meistaradeildarbaráttunni, jafnt Juventus á stigum, eftir sigur á útivelli gegn Genoa. Taty Castellanos og Boulaye Día skoruðu mörkin gegn tíu leikmönnum Genoa sem misstu mann af velli með rautt spjald snemma leiks. Genoa siglir lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar.

Að lokum hafði Torino betur gegn Udinese í þýðingarlitlum leik milli tveggja liða um miðja deild. Che Adams og Ali Dembélé skoruðu mörk Torino gegn Udinese sem er búið að tapa fimm leikjum í röð í deildinni.

Cagliari 1 - 2 Fiorentina
1-0 Roberto Piccoli ('7 )
1-1 Robin Gosens ('36 )
1-2 Lucas Beltran ('48 )

Genoa 0 - 2 Lazio
0-1 Valentin Castellanos ('32 )
0-2 Boulaye Dia ('65 )
Rautt spjald: ,Sebastian Otoa, Genoa ('22)
Rautt spjald: Reda Belahyane, Lazio ('72)

Parma 1 - 0 Juventus
1-0 Mateo Pellegrino ('45 )

Torino 2 - 0 Udinese
1-0 Che Adams ('39 )
2-0 Ali Dembele ('85 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 6 5 0 1 12 6 +6 15
2 Roma 6 5 0 1 7 2 +5 15
3 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
4 Inter 6 4 0 2 17 8 +9 12
5 Juventus 6 3 3 0 9 5 +4 12
6 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
7 Bologna 6 3 1 2 9 5 +4 10
8 Como 6 2 3 1 7 5 +2 9
9 Sassuolo 6 3 0 3 8 8 0 9
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
14 Parma 6 1 2 3 3 7 -4 5
15 Lecce 6 1 2 3 5 10 -5 5
16 Torino 6 1 2 3 5 13 -8 5
17 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
18 Verona 6 0 3 3 2 9 -7 3
19 Genoa 6 0 2 4 3 9 -6 2
20 Pisa 6 0 2 4 3 10 -7 2
Athugasemdir